Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. maí 2022 14:05
Innkastið
„Eigum að gera kröfu á að aðrir stígi upp í Íslandsmeistaraliði"
Ingólfur segir of snemmt að afskrifa Víkinga.
Ingólfur segir of snemmt að afskrifa Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Óheppnin elti Víkinga og þeir áttu að ganga út með þrjú stig. Ég held að hver einasti maður sé sammála því," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem fjórða umferð Bestu deildarinnar er gerð upp.

Víkingur gerði markalaust jafntefli gegn Leikni í gær en Íslands- og bikarmeistararnir fara brösuglega af stað í deildinni. Í spá Fótbolta.net var þeim spáð efsta sæti en þeir hafa þegar dregist aftur úr efstu liðum.

„Þeir voru ofboðslega góðir í vetur, algjörlega frábærir, en svo er öðruvísi að koma inn í mótið og vera að verja titil. Hvernig bregstu við því? Hvernig bregstu við því þegar það kemur skellur? Þá ferðu kannski að efast. Það er miklu erfiðara að fara inn í mótið og ætla að verja titilinn en ekki sækja hann, maður hefur séð það áður. Öll liðin í deildinni vilja vinna Íslandsmeistarana."

Það er enn heilmikið eftir af mótinu en búið er að lengja keppnina og bætast við fimm aukaleikir.

„Víkingsliðið er alls ekki lélegt og maður getur ekki afskrifað það núna þegar búið er að lengja mótið," segir Ingólfur.

Verða vonandi búnir að finna taktinn fyrir Meistaradeildina
„Arnar hefur gert vel stýrt hausnum á leikmannahópnum og haldið mönnum á jörðinni. Ég bjóst ekki alveg við því að þeir myndu fá þessa skella strax. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann og liðið eru að fara að bregðast við í framhaldinu," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.

„Við vonumst eftir því að Víkingar verði búnir að finna taktinn þegar þeir fara í þetta Meistaradeildarumspil því íslenskur fótbolti þarf á því að halda að þeir verði í stuði þá," segir Elvar Geir Magnússon.

Mikið hefur verið talað um skort á leiðtogum hjá Víkingum og að liðið sakni Pablo Punyed sárt en hann hefur verið á meiðslalistanum í upphafi móts.

„Víkingsliðið á að vera orðið það sterkt að það á að ráða við það þó sterkur leikmaður detti út," segir Ingólfur. „Þá á annar að koma inn og stíga upp. Við eigum að gera kröfu á því að Íslandsmeistaralið sé þannig. Að því sögðu er Pablo frábær. Hópurinn þeirra er samt svo stór að maður vill að aðrir stígi upp."
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner