Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fertugur Akinfenwa endar ferilinn á Wembley
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Adebayo Akinfenwa, sem er þekktur fyrir að vera sterkasti fótboltamaður í heimi, er að leggja skóna á hilluna eftir 20 ára feril.


Akinfenwa, sem heldur uppá fertugsafmæli á morgun, á aðeins eftir að spila einn leik á ferlinum - úrslitaleik á Wembley. Þar spila Wycombe Wanderers úrslitaleik við Sunderland um sæti í Championship deildinni á næstu leiktíð.

Þrátt fyrir líkamsburði sem henta vanalega ekki fótboltamönnum hefur Akinfenwa átt farsælan feril í neðri deildum Englands en aðeins spilað eitt tímabil í Championship, þegar Wycombe féll beint niður eftir að hafa farið upp tímabili áður, 2019-20.

Akinfenwa er kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í 35 deildarleikjum fyrir Wycombe á tímabilinu þar sem hann spilar sjaldan meira en tíu mínútur í sama leiknum.

Hann fékk aðeins að spila 8 mínútur í undanúrslitum umspilsins þar sem Wycombe hafði betur gegn MK Dons. Akinfenwa fór í viðtal að leikslokum þar sem hann var spurður hvort þetta væri ekki besta afmælisgjöfin.

„Þetta er ótrúlegt, ég verð fertugur á Wembley. Síðasti leikurinn minn verður á Wembley," sagði Akinfenwa eftir að Wycombe tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

Úrslitaleikurinn gegn Sunderland fer fram á Wembley þann 21. maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner