Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 09. maí 2022 21:51
Sverrir Örn Einarsson
Jóhannes Karl: Verðum við að horfa í að við erum ekki að skapa nóg
Jóhannes Karl (t.h) ásamt aðstoðarmanni sínum Arnari Páli Garðarssyni
Jóhannes Karl (t.h) ásamt aðstoðarmanni sínum Arnari Páli Garðarssyni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Já klárlega, við vörðumst betur sem lið og það fór meiri orka í þetta og betri vinnusemi. Sárt að tapa 2-0 því mér fannst við vera inn í leiknum allan leikinn og með smá heppni hefði eitthvað getað komið en heilt yfir verðum við að horfa í að við erum ekki að skapa nóg.“ Sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR eftir 2-0 tap hans liðs gegn ÍBV um leik sinna kvenna og hvort hann hefði séð framfarir á leik liðsins.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 ÍBV

KR liðið náði oft á tíðum að vinna sig í ágætar stöður á vellinum en ákvarðanataka á síðasta þriðjungi reyndist þeim dýrkeypt oft á tiðum.

„Já það er rétt. Við erum að skapa okkur einn á einn stöður og það eru stöður sem þú þarft að vinna. Ég held að meira að segja í lokin höfum við náð að búa til einn á einn stöðu inn í teig. Þær sóknir þurfum við að klára með skoti eða hreinlega koma okkur í betri stöður. Það er oft þannig þegar þú tapar fótboltaleikjum að þú tekur litla trú með þér áfram og mér fannst aðeins vanta upp á það hreinlega að hafa trú á því að skora mörk.“

KR hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en það er engan bilbug að finna á Jóhannesi eða liðinu sem telja sig geta snúið gengi liðsins við.

„Klárlega. Þetta er langt mót og það er fullt af leikjum eftir og það er stígandi. Við erum að vinna fram á veginn og það er alltaf bara jákvætt. Við eigum Breiðablik og Val í næstu tveimur og það eru bara leikir sem við þurfum að stíga upp í og vera klárar í og bæta okkar leik.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner