Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. maí 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp ósammála því að enska þjóðin haldi með Liverpool - Firmino með á morgun?
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að sínir menn missi ekki trúna þó Manchester City hafi stigið stórt skref í átt að Englandsmeistaratitlinum um helgina.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á laugardag og Manchester City rúllaði yfir Newcastle 5-0 í gær. Bæði lið eiga þrjá deildarleiki eftir og City er með þriggja stiga forystu.

„Það er alveg klárt að titilbaráttunni er ekki lokið. Við eigum þrjá leiki eftir og mínar áhyggjur snúast að því hvort við getum unnið alla þrjá leikina okkar. Ég get ekki haft nein áhrif á það hvort City vinni sína leiki," segir Klopp.

Liverpool heimsækir Aston Villa annað kvöld og Klopp segir mögulegt að Roberto Firmino verði með í þeim leik. Brasilíumaðurinn færist nær endurkomu og hefur verið að æfa að undanförnu.

Á fréttamannafundi í dag var Klopp svo spurður út í ummæli Pep Guardiola sem sagði að allir á Englandi, þar á meðal fjölmiðlar, væru að vonast eftir því að Liverpool vinni deildina.

„Ég bý í Liverpool og hér eru margir sem vilja að við vinnum. En hlutfallið er líklega samt bara 50% í borginni. Ég hef ekki hugmynd um hvort þjóðin haldi með okkur en það er allavega ekki tilfinningin sem ég fæ þegar ég fer á aðra staði, það er frekar andstæðan," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner