Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe sást á veitingastað í Madríd
Mynd: EPA

Mikið hefur verið rætt um framtíð Kylian Mbappe, stórstjörnu PSG og franska landsliðsins, sem verður samningslaus í sumar.


Mbappe er að velja á milli PSG og Real Madrid og margir sem trúa því að hann velji nýkrýnda Spánarmeistara framyfir Frakklandsmeistarana.

Í dag sást til Mbappe í Madríd þar sem hann var á leið inn á veitingastað ásamt liðsfélaga sínum Achraf Hakimi. Stuðningsmenn Real vona að þetta hafi einhverja jákvæða merkingu en fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir næsta fund teymis Mbappe við Real Madrid ekki vera fyrr en í næstu viku.

Romano segir mikla bjartsýni ríkja í herbúðum Real yfir félagaskiptunum þrátt fyrir endurbætt samningstilboð sem PSG bauð Mbappe á dögunum. 


Athugasemdir
banner
banner