Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stóðu heiðursvörð fyrir Elokobi í miðjum leik
Mynd: Getty Images

George Elokobi er búinn að leggja skóna á hilluna eftir 20 ára feril sem knattspyrnumaður. Elokobi spilaði sinn síðasta leik á dögunum og vantaði ekki dramatíkina í magnaða kveðju sem var framkvæmd í miðjum leik. Þar kvaddi Elokobi ekki bara stuðningsmenn heldur einnig dómarateymið, samherja og andstæðinga sem stóðu allir heiðursvörð fyrir þennan mikla meistara.


Elokobi, sem er 36 ára gamall, byrjaði ferilinn hjá Dulwich Hamlet fyrir 20 árum síðan. Hann skipti svo yfir til Colchester United og var hjá Wolves í sex ár þar sem hann fékk að spreyta sig í 58 úrvalsdeildarleikjum. Hann vakti athygli á sér víða um heim og var búið til sérstakt 'Elokobi-horn' í Sunnudagsmessu Gumma Ben þar sem farið var yfir átök liðinnar viku í enska boltanum.

Elokobi, sem fæddist í Kamerún, er þekktur fyrir að vera síkátur og brosandi og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna hvert sem hann hefur farið.

Sagan var ekki öðruvísi hjá Maidstone United, félaginu sem hann endaði ferilinn með, eins og er hægt að sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.

Elokobi var lykilmaður í liði Maidstone sem vann National League South í ár og er því komið upp í National League. Sigurvegarinn þar kemst svo í League Two, eða ensku D-deildina.

Sjá einnig:
Költ-hetjan Elokobi leggur skóna á hilluna


Athugasemdir
banner
banner