Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 14:25
Innkastið
„Sé hann ekki komast í liðið hjá Stjörnunni"
Daníel Finns í leik gegn KA á Dalvík.
Daníel Finns í leik gegn KA á Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var fínn punktur fyrir Leikni en þeir eru samt í skuld, þeir fara ekki nægilega vel af stað. Það var sjálfsmark í Eyjum svo Leiknismaður á enn eftir að skora, hlutirnir eru ekkert frábærir. Svo kemur þetta Danna Finns mál sem er ekki á bætandi," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þegar rætt er um byrjun Leiknis á tímabilinu.

Leiknismenn eru með tvö stig að loknum fjórum umferðum og byrjunin í Breiðholtinu undir væntingum. Í Innkastinu er talað um að ekki hafi hjálpað þegar fréttir bárust af því að Daníel Finns Matthíasson vildi fara frá félaginu en Stjarnan vill fá hann í sínar raðir.

„Hverjum þykir sinn fugl fagur og Danni Finns hefur fengið ótrúlega mikið traust og lof upp í Breiðholti. Ég þekki það sjálfur hversu mikils metinn hann er í Breiðholti, án þess að hafa gert eitthvað. Ekki misskilja mig, hann hefur frábæra hæfileika og staðið sig vel yfir vetrartímann en hann á eftir að sýna það í Bestu deildinni," segir Ingólfur en Daníel skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar í fyrra.

„Mér finnst þetta léttur hnífur í bakið á Breiðhyltingum. Hann hefur fengið tækifæri sem hann hefði kannski ekki fengið annars staðar, fengið ást frá fólkinu. Mér finnst að hann hefði átt að endurgjalda traustið og fara svo annað eftir að hafa brillerað; eins og Sævar Atli, Hilmar Árni og þessir menn hafa gert."

Sverrir Mar Smárason telur að Stjarnan ætti frekar að sækja sér varnarsinnaðan miðjumann.

„Á hinum endanum sé ég hann ekki fara inn í liðið hjá Stjörnunni. Mér finnst hvorki að hann sé nægilega góður til að taka sætið frá öðrum og þá finnst mér hann ekki týpan af leikmanni sem vantar í Garðabæinn," segir Sverrir.
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner