Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skynjaði að Þórir væri mikils metinn hjá Lecce - Björt framtíð á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans hjá Lecce á Ítalíu tryggðu sér á föstudag sæti í efstu deild, Serie A, með sigri Pordenone. Lecce endaði í efsta sæti deildarinnar.

Þórir kom inn á sem varamaður á 66. mínútu leiksins og lék til enda. Staðan var 1-0 þegar Þórir kom inn á og það urðu lokatölur.

Davíð Snær Jóhannsson, sem gekk í raðir FH á fimmtudag, ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku. Davíð kom til FH frá einmitt Lecce þar sem hann kynntist Þóri.

„Já, við erum orðnir bestu mátar. Við áttum heima saman og eigum margar góðar minningar frá þessum tíma," sagði Davíð en hann var hjá Lecce í fimm mánuði í vetur.

Skynjaðiru á þeim tíma að Þórir er mikils metin hjá Lecce?

„Já, klárt mál. Hann hefur fengið fullt af tækifærum og ég held að framtíð hans sé björt á Ítalíu. Vonandi í Lecce, það er góður klúbbur," sagði Davíð.

Þórir var keyptur til Lecce frá FH síðasta sumar.
„Oft á Ítalíu keyptir inn 12-15 menn og þá eru aðrir settir út í kuldann"
Athugasemdir
banner
banner