Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 09. maí 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Góðir sigrar hjá Hacken og Norrköping
Mynd: Guðmundur Svansson

Það komu þrír Íslendingar við sögu í efstu deild sænska boltans í dag og voru tveir þeirra í sigurliðum.


Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu 70 mínúturnar í hægri bakverði hjá Häcken á útivelli gegn Värnamo.

Häcken var betra liðið og vann sanngjarnan sigur og er komið með 14 stig eftir 7 umferðir, í fjórða sæti deildarinnar.

Ari Freyr Skúlason spilaði þá allan leikinn í vinstri bakverði hjá Norrköping sem vann Helsingborg á útivelli.

Ari Freyr og félagar eru komnir með 10 stig eftir 7 umferðir.

Að lokum var komið að Elfsborg þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á bekknum ásamt Hákoni Rafni Valdimarssyni.

Sveinn Aron fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í markalausu jafntefli gegn Djurgården og er Elfsborg um miðja deild, einu stigi fyrir ofan Norrköping.

Varnamo 1 - 2 Häcken
0-1 Rygaard Jensen ('39)
1-1 M. Antonsson ('45, víti)
1-2 A. Jeremejeff ('47)

Helsingborg 0 - 1 Norrköping
0-1 C. Nyman ('70)

Elfsborg 0 - 0 Djurgården


Athugasemdir
banner
banner
banner