Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. maí 2022 14:42
Innkastið
Talað um hann sem veikan hlekk en hefur verið besti maður liðsins
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Freyr Sigurðsson, 21 árs markvörður Leiknis, hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu. Hann fékk traustið eftir að Guy Smit fór í Val og í aðdraganda Bestu deildarinnar var talað um hann sem veikan hlekk.

Viktor var í liði umferðarinnar í 3. umferð og var svo valinn maður leiksins þegar Leiknir gerði markalaust jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Víkings í gær.

„Hinn óreyndi markmaður Leiknismanna var frábær í dag og varði oft mjög vel í markinu og gerði oft mjög vel með að grípa boltann í þessu blauta veðri í dag," skrifaði Arnar Laufdal í skýrslu sinni um leikinn.

Meðan sett var spurningamerki við Viktor fyrir tímabilið virtist Leiknisliðið hafa lagað það vandamál að eiga erfitt með að skora. Liðið raðaði inn mörkum á undirbúningstímabilinu en liðið er aðeins með eitt mark eftir fjórar umferðir, og það var sjálfsmark.

„Þetta er akkúrat öfugt. Viktor er búinn að vera besti leikmaður liðsins og liðið skorar ekki mark," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Sverrir Mar Smárason og Ingólfur Sigurðsson segja að slök byrjun Leiknis komi þeim á óvart.

„Ég var handviss um að þeir myndu vera um miðja deild en í staðinn lyktar þetta af 'Second season syndrome'," segir Ingólfur. „Deildin er lengri og maður þarf að taka það með í reikninginn. Lið geta átt aðeins lengri vondan kafla og vonandi fyrir Leiknismenn geta þeir rifið sig upp."
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner