Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. maí 2022 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnar Steinn á bekknum - Tilboðum frá Fram neitað
Lengjudeildin
Unnar kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Fylkis í Lengjudeildinni
Unnar kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Fylkis í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli á fimmtudag að Unnar Steinn Ingvarsson, leikmaður Fylkis, byrjaði á varamannabekknum þegar Fylkir mætti KV í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Unnar Steinn gekk í raðir Fylkis haustið 2020 frá uppeldisfélagi sínu Fram. Framarar vilja fá Unnar aftur í sínar raðir og hafa boðið oftar en einu sinni í leikmanninn en Fylkir hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net neitað Fram í öll skiptin til þessa.

Unnar er 21 árs miðjumaður sem kom við sögðu í nítján leikjum með Fylki þegar liðið féll úr efstu deild í fyrra. Með Fram hafði hann leikið 63 leiki í næstefstu deild áður en hann fór frá félaginu og á auk þess fjórtán unglingalandsleiki að baki.

Unnar lék síðustu tuttugu mínúturnar eða svo þegar Fylkir lagði KV. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á miðvikudag og verður fróðlegt að sjá hvort breyting verði á stöðu Unnars.

„Ég reikna ekki með því að það séu einhverjir að fara frá Fylki fyrir gluggalok," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, við Fótbolta.net í síðustu viku.
Rúnar er mjög ánægður í Árbænum - „Ef það gengur upp þá förum við upp"
Athugasemdir
banner
banner