Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 09. maí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vladan Djogatovic kominn með leikheimild með Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík hefur gengið frá því að fá markvörðinn Vladan Djogatovic alfarið í sínar raðir frá Grindavík.

Samningur við Djogatovic við Grindavík rann út eftir síðasta tímabil og var honum því frjálst að halda annað.

Á síðasta tímabili var þessi 37 ára markvörður á láni hjá KA fyrri hluta tímabilsins til að veita Steinþóri Má Auðunssyni samkeppni á meðan Kristijan Jajalo var að snúa til baka eftir meiðsli.

Seinni hluta tímabilsins fór hann svo til Grenivíkur og varði mark liðsins í átta leikjum í 2. deild.

Vladan fékk leikheimild með Magna í dag og getur því spilað með liðinu í 2. umferð 2. deildar, gegn Njarðvík á laugardag.

Steinar Adolf Arnþórsson varði mark Magna í fyrstu umferð þegar liðið tapaði 0-1 gegn Ægi á Dalvíkurvelli (heimaleikur Magna).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner