sun 09. júní 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brasilía skoraði sjö mörk - Núna hefst alvaran
Þrenna hjá þessum.
Þrenna hjá þessum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilía 7 - 0 Hondúras
1-0 Gabriel Jesus ('6 )
2-0 Gabriel Jesus ('7 )
3-0 Philippe Coutinho ('37 , víti)
4-0 Gabriel Jesus ('47 )
5-0 David Neres ('56 )
6-0 Roberto Firmino ('65 )
7-0 Richarlison ('70 )
Rautt spjald:Romell Quioto, Honduras ('29)

Brasilía lék í kvöld sinn síðasta vináttulandsleik áður en Suður-Ameríku bikarinn (e. Copa America) hefst. Liðið mætti Hondúras í Porto Alegre í Brasilíu.

Gabriel Jesus, sóknarmaður Manchester City, skoraði þrennu. Philippe Coutinho skoraði þriðja mark Brasilíu úr vítaspyrnu og gerði Roberto Firmino sjötta markið.

David Neres, leikmaður Ajax, og Richarlison, leikmaður Everton, voru einnig á skotskónum í mjög svo þægilegum 7-0 sigri. Neres skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Brasilía hefur leik í Suður-Ameríku bikarnum gegn Bólivíu um næstu helgi. Brasilía er að halda mótið.

Neymar, helsta stjarna Brasilíu, leikur ekki á mótinu.

Sjá einnig:
Neymar frá í mánuð - Willian kallaður upp í staðinn
Athugasemdir
banner
banner
banner