sun 09. júní 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard ósáttur við Hegerberg
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Ada Hegerberg. Hún hætti að spila með norska landsliðinu 2017. Hún er aðeins 23 ára.
Ada Hegerberg. Hún hætti að spila með norska landsliðinu 2017. Hún er aðeins 23 ára.
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard er ekki sáttur með fótboltakonuna Ödu Hegerberg.

Hegerberg, sem vann Ballon d'Or verðlaunin sem veitt eru besta fótboltamanni og bestu fótboltakonu heims ár hvert á síðasta ári, tekur ekki þátt á Heimsmeistaramótinu með Noregi.

Heimsmeistaramótið hófst á föstudaginn og spilaði Noregur sinn fyrsta leik í þegar liðið vann Nígeríu 3-0.

Sjá einnig:
María fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína

Hegerberg hefur ekki spilað fyrir norska landsliðið síðan 2017. Hún vill að leikmenn kvennalandsliðið fái meiri virðingu.

Norska knattspyrnusambandið segist hafa reynt að tala við Hegerberg um að snúa aftur en enn sem komið er þá hefur hún ekki viljað gera það.

Hegerberg leikur með Lyon, liðinu sem hefur unnið Meistaradeild kvenna fjögur ár í röð. Hegerberg skoraði þrennu þegar Lyon vann Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

„Eiga betra skilið"
Ödegaard er á mála hjá Real Madrid, en hann var á láni hjá Vitesse í Hollandi á síðustu leiktíð. Þessi tvítugi drengur lætur Hegerberg heyra það.

„Kannski að hún gæti fundið sér eitthvað betra að gera en að trufla liðið í undirbúningi sínum," sagði Ödegaard um Hegerberg á samfélagsmiðlum í síðustu viku.

„Þær eru komnar á HM fyrir hönd þjóðarinnar, eitt það stærsta sem fótboltaleikmaður getur upplifað. Þær hafa fengið mikla neikvæða athygli og eiga betra skilið."

Ummæli Ödegaard koma eftir að viðtöl við Hegerberg voru birt í norsku fjölmiðlunum, Morgenbladet and Josimar. Þar sagði Hegerberg að hún hefði verið „andlega niðurbrotin" með því að spila fyrir norska landsliðið. Einnig sagði hún að hún hefði fengið martraðir eftir að liðið hefði verið saman og að norskir þjálfarar væru vanhæfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner