Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. júní 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: United á ekki að kaupa Messi eða Ronaldo
Rooney er fyrrum fyrirliði Manchester United:
Rooney er fyrrum fyrirliði Manchester United:
Mynd: Getty Images
Að kaupa stórstjörnur eins og Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Sergio Ramos mun ekki leysa vandamálin hjá Manchester United að mati Wayne Rooney.

Rooney er fyrrum fyrirliði Manchester United en hann leikur í dag með DC United í MLS-deildinni.

Rooney telur að lærisveinar Ole Gunnar Solskjær muni ekki berjast um enska meistaratitilinn á næsta tímabili.

„Það fyrsta sem Ole þarf að gera er að byggja hópinn og það mun ekki leysa neitt að fá einn eða tvo leikmenn fyrir 100 milljónir punda," sagði Rooney við BBC.

„Ole á frekar að eyða 30-40 milljónum punda á leikmönnum sem geta komist langt og byggja liðið í kringum fimm eða sex þannig leikmenn."

„Þú gætir reynt að fá leikmenn eins og Messi, Ronaldo, Ramos eða Bale, en það mun kannski kosta félagið 350 milljónir punda og þú færð tvö góð úr út úr þeim."

„Félagið þarf að endurbyggja hópinn með yngri leikmönnum sem eru nógu góðir. Stuðningsmennirnir munu örugglega skilja það að liðið mun líklega ekki berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð."

Manchester United er að kaupa Daniel James frá Swansea. Hann er 21 árs gamall vængmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner