Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: ÍH gerði átta mörk í grannaslag
Aldís Kara gerði tvö.
Aldís Kara gerði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH 8 - 1 KÁ
1-0 Harpa Karen Antonsdóttir ('5 )
2-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('15 )
2-1 Markaskorara vantar
3-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('35 )
4-1 Maria Selma Haseta ('46 )
5-1 Harpa Karen Antonsdóttir ('62 )
6-1 Heiða Dröfn Antonsdóttir ('63 )
7-1 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('85 )
8-1 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('90 )

ÍH fór illa með KÁ þegar liðin áttust við í grannaslag í 2. deild kvenna í kvöld. Leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

Eftir stundarfjórðung var ÍH komið 2-0 yfir, en þá minnkaði KÁ muninn. ÍH bætti við marki fyrir leikhlé og var staðan 3-1 í leikhléinu.

Í seinni hálfleik lék heimaliðið á als oddi og valtaði yfir andstæðinga sína. ÍH bætti við fimm mörkum í seinni háalfleiknum og lokatölur því 8-1 í þessum leik.

Þetta er fyrsti sigur ÍH í sumar og eru þær núna með fjögur stig eftir fjóra leiki. KÁ er á botninum án stiga og stefnir í langt sumar hjá þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner