Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. júní 2022 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert: Getum kannski falið okkur á bak við einhverjar afsakanir
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson kom inn í kvöld inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Albaníu í síðasta leik.

Albert átti dapran dag eins og allir í íslenska liðinu í naumum sigri gegn San Marínó í vináttulandsleik.

„Frammistaðan var léleg. Við eigum að gera betur á móti þessari þjóð, með fullri virðingu," sagði Albert við Viaplay.

„Við getum kannski falið okkur á bak við einhverjar afsakanir en mér finnst við samt vera með ellefu betri fótboltamenn en þeir. Við eigum að geta unnið og verið með yfirburði."

Albert var spurður út í sína stöðu, hvort það væri ekki ánægjulegt að fá mínútur og gera tilkall í að byrja næsta leik.

„Jú, það er það. Ég er búinn að vera svekktur með að vera á bekknum. Ég vil spila alla leiki. Þetta verður Arnar að ákveða fyrir næsta leik," sagði Albert.

Næsti leikur er gegn Ísrael í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner