Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 09. júní 2022 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elís: Get ekki sagt að ég hafi búist við fyrirliðabandinu
Aron Elís í leiknum.
Aron Elís í leiknum.
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson var fyrirliði Íslands í naumum sigri gegn San Marínó í kvöld, 0-1. Hann skoraði einnig sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum.

„Ég hefði viljað setja hann í seinasta leik en það kom í dag. Það er gott," sagði Aron.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

„Ég er gríðarlega stoltur. Ég get ekki sagt að ég var að búast við því en ég er gríðarlega stoltur," sagði Aron um það að fá að bera fyrirliðabandið.

Hann var spurður hvort hann væri að gera tilkall að því að byrja næsta leik.

„Ég segi það nú ekki. Fyrirliðinn okkar er í þessari stöðu og ég er klár ef það þarf. Við stefnum á sigur á móti Ísrael."

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn í kvöld vera allt í lagi en í seinni hálfleik duttum við niður á þeirra plan. Við vorum alltof hægir á boltanum og var mikið um slakar sendingar. Við þurfum að gera betur, en þetta er sigur og áfram gakk," sagði Aron við Viaplay.
Athugasemdir
banner
banner
banner