Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aspinall annar kvenkyns aðstoðardómarinn í úrvalsdeildinni
Natalie Aspinall.
Natalie Aspinall.
Mynd: The FA

Natalie Aspinall er ein af fjórum dómurum og aðstoðardómurum sem hafa fengið stöðuhækkun í dómaraheiminum og munu dæma í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Aspinall er annar kvenkyns aðstoðardómari í sögu úrvalsdeildarinnar eftir Sian Massey-Ellis, sem hefur plummað sig vel í deild þeirra bestu.

Nick Greenhalgh og Steve Meredith eru einnig orðnir aðstoðardómarar í úrvalsdeildinni og þá er Tom Bramall eini aðaldómarinn til að fá kallið þó að þrír reynslumiklir dómarar hafi hætt á sama tíma.

Bramall hefur starfað í neðri deildum enska boltans síðan 2014 en Mike Dean, Jon Moss og Martin Atkinson eru allir hættir. Aðrir aðaldómarar sem voru nýir á síðustu leiktíð og fengu fáa leiki munu fá aukið hlutverk í vetur til að fylla í skarðið fyrir reynsluboltana sem voru að hætta.


Athugasemdir
banner
banner