Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Átti aldrei að rífa Framarann niður"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Birkir Heimisson verður í leikbanni þegar Valur mætir Breiðabliki í 9. umferð Bestu deildarinnar í næstu viku. Birkir fékk tvö gul spjöld og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks gegn Fram í 8. umferð.

„Guð minn almáttugur Birkir Heimisson, er á gulu spjaldi og teikar Framara á miðjunni sem var að bruna upp í skyndisókn. Alveg rosalega heimskulegt hjá Birki," skrifaði Baldvin Már Borgarsson um seinna gula spjaldið.

Birkir var spurður út í rauða spjaldið í viðtali í gær.

„Ég fæ gult spjald fyrst sem mér fannst vera skyldubrot, þurfti að stoppa manninn. Í seinna spjaldinu átti ég lélega snertingu og svo kemur þetta augnablik þar sem ég ríf Framarann niður sem ég átti aldrei að gera en ég náði ekki að hugsa. Það er bara áfram gakk," sagði Birkir

Eftir leikinn gegn Fram var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, spurður út í rauða spjald Birkis.

„Ég get ekki kvartað yfir þeim dómi, það var hárréttur dómur og Birkir á að vita betur. Hann er ungur og þarf að læra af þessu," sagði Heimir.
Heimir Guðjóns: Dómgæslan í leikjum Vals hefur hallað á okkur
Miðvörðurinn Birkir: Smá basl í fyrri hálfleik en miklu betra fyrir miðju í seinni
Athugasemdir
banner
banner
banner