Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir samningslausir hjá Liverpool og yfirgefa félagið
Loris Karius
Loris Karius
Mynd: Getty Images
Þeir Loris Karius, Sheyi Ojo og Ben Woodburn munu allir yfirgefa Liverpool þegar samningar þeirra við félagið renna út í lok mánaðar. Ekki er ljóst hvað þeir taka sér fyrir höndum.

Þýski markvörðurinn Karius hefur ekki spilað fyrir félagið síðan hann varði mark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid árið 2018. Í þeim leik gerði hann tvö mistök sem kostuðu mark og Liverpool tapaði 3-1.

Síðan hefur Karius verið á láni hjá Besiktas og Union Berlin. Á síðasta tímabili var hann hjá Liverpool.

Ojo er uppalinn hjá Liverpool og lék átta deildarleiki fyrir félagið. Wodburn er einnig uppalinn og lék sex deildarleiki.

Fjórði leikmaðurin er svo Divock Origi. Fyrr í dag sendi Liverpool frá sér Twitter færslu þar sem félagið þakkaði Origi fyrir árin átta hjá félaginu. Origi er að fara á frjálsri sölu til AC Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner