Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Foster Gillett er að kaupa meirihlutann í Lyon
George Gillett og Tom Hicks voru ekki vinsælir á Anfield.
George Gillett og Tom Hicks voru ekki vinsælir á Anfield.
Mynd: Getty Images

Foster Gillett, sonur George Gillett fyrrum eiganda Liverpool, er að verða meirihlutaeigandi í franska knattspyrnufélaginu Olympique Lyonnais samkvæmt frétt L'Equipe.


George Gillett er þekktur fyrir að hafa rekið Liverpool hrikalega illa á tíma sínum þar og sat sonur hans Foster í stjórn félagsins. Gillett var meirihlutaeigandi Liverpool í rúmlega þrjú ár áður en hann missti félagið endanlega frá sér í október 2010.

Foster reyndi að kaupa nokkur önnur félög í Evrópu og Frakklandi áður en Lyon samþykkti tilboðið. Jean-Michel Aulas, núverandi eigandi og forseti Lyon, situr áfram í stjórn félagsins í nokkur ár eftir eigendaskiptin.

Foster er að bjóða 600 milljónir evra fyrir Lyon og er tilbúinn til að setja 100 milljónir í leikmannakaup í sumar. Hann á ekkert félag fyrir og hefur mikinn metnað, hann vill gera góða hluti í fótboltaheiminum.

Það breytir ekki fortíðinni og öllu því sem fór úrskeiðis þegar hann sat í stjórn Liverpool ásamt föður sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner