fim 09. júní 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Harmar það að táragas hafi verið notað á stuðningsmenn Liverpool
Fyrir utan Stade de France.
Fyrir utan Stade de France.
Mynd: Getty Images
Maðurinn sem stýrði lögregluaðgerðum í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur beðist afsökunar á því að táragas hafi verið notað á stuðningsmenn Liverpool fyrir utan Stade de France leikvanginn.

Didier Lallement hefur beðist afsökunar og segir að mistök hafi verið gerð í aðgerðum lögreglunnar. Hann kom sjálfum sér einnig til varnar og segir að í forgangi hafi verið að bjarga mannslífum.

Frönsk stjórnvöld hafa sagt að þvagan sem skapaðist fyrir leik hafi myndast vegna þess að áhorfendur skiluðu sér seint á völlinn og margir hafi verið með falsaða miða.

Stuðningsmenn Liverpool, þar á meðal börn, urðu fyrir táragasi og piparúða frá lögreglunni. Þá voru um 300 - 400 frönsk ungmenni mætt til að stofna til slagsmála að sögn Lallement.

Hann segir að lögreglusveit sín hafi ekki verið viðbúin þeim vandræðum sem sköpuðust vegna þess að þúsundir falsaðra miða voru í umferð.

Margir stuðningsmenn Liverpool hafa kvartað yfir því að hafa óttast um öryggi sitt en klíkur frá Saint-Denis hverfinu rændu símum, úrum og fleiru þar sem fólki var ógnað með hnífum. Þar á meðal var síma rænt af borgarstjóranum í Liverpool, Steve Rotheram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner