Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 09. júní 2022 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín lék klukkutíma í tapi - Verður hún í EM hópnum?
Hlín í leik með íslenska landsliðinu.
Hlín í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK W 1 - 0 Pitea W
1-0 Honoka Hayashi ('82 )

Hlín Eiríksdóttir lék í kvöld klukkutíma þegar lið hennar, Piteå, tapaði naumlega gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni.

Eina mark leiksins kom eftir að Hlín fór af vell, en markið skoraði Honoka Hayashi fyrir AIK á 82. mínútu.

Þetta er slæmt tap fyrir Piteå í ljósi þess að liðið er í níunda sæti og AIK situr á botni deildarinnar. Þetta er annar sigurinn sem AIK vinnur á þessu tímabili.

Hlín gerir sterkt tilkall í það að vera í landsliðshópnum sem fer á EM í næsta mánuði. Hún er búin að leika vel á þessari leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni. Hópurinn verður tilkynntur núna um helgina og verður fróðlegt að sjá hvort Hlín fari með.
Athugasemdir
banner
banner