Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ince spurði leikmenn Reading hvort enginn ætlaði að drulla yfir Jökul
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Jökull Andrésson markvörður Reading spjallaði við Sæbjörn Steinke ásamt bróður sínum Axel Óskari leikmanni Örebro í Svíþjóð.


Tímabilið hjá Reading var ekki nægilega gott en Paul Ince tók við liðinu um miðjan febrúar mánuð. Jökull var á láni hjá Morecambe fyrri hluta tímabilsins en var kallaður til baka til Reading í janúar.

„Þeir fengu nýjan þjálfara, Paul Ince, alvöru gamli skólinn. Hann drullaði yfir mig á fyrstu æfingunni, ég var pínu lítill í mér ný kominn úr meiðslum."

Aðspurður hvort gagnrýnin hafi átt rétt á sér sagði hann;

„Ég var ekki frábær, ég ætla ekki að ljúga því," sagði Jökull.

„Kölluðu þig smjörfingur," skaut Axel inn í.

„Ég var nýkominn úr sex vikna meiðslum. Við vorum að spila, fimm á fimm, það lak einn inn hjá mér. Það segir enginn neitt og við byrjum að spila aftur, svo kemur þjálfarinn og segir; Ætlar enginn að drulla yfir hann hvað hann er ömurlegur? Ég var bara; Takk, ég var að reyna sýna mig á fyrstu æfingunni, það gekk ekki."

Jökull er spenntur fyrir næsta tímabili undir stjórn Ince. Reading endaði í 21. sæti, fjórum stigum frá falli í Championship deildinni á síðustu leiktíð.

„Hann er spes, hann er með sínar eigin hugmyndir. Ef maður vinnur með honum þá er þetta rosalega gott. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta verður á næsta tímabili."


Synir Andrésar hins sterka ræddu málin - Sverðó og Jökull til Örebro?
Athugasemdir
banner
banner
banner