Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. júní 2022 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Ég er eiginlega orðlaus
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Getty Images
„Við kölluðum á úrslit og fengum þau svo sannarlega," sagði Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, léttur eftir 0-1 sigur gegn San Marínó, versta landsliði í heimi, í vináttulandsleik í kvöld.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

„Ég er eiginlega orðlaus," sagði Kári jafnframt er farið var yfir leikinn á Viaplay.

Frammistaðan í þessum leik var langt frá því að vera góð og gat San Marínó jafnað metin í síðari hálfleik.

„Þeir eru í sæti 211 af 211 á heimslistanum. Við töluðum um það fyrir leik að við skildum eiginlega ekki af hverjum við værum að taka þennan leik en við fengum bara alvöru leik. Við erum hreinlega stálheppnir að gera ekki jafntefli," sagði Rúrik Gíslason, sem lék einnig lengi með landsliðinu.

Er þetta boðlegt?

„Alls ekki, engan veginn," sagði Kári og tók Rúrik undir það. „Við erum hérna og viljum styðja landsliðið, en maður stendur hérna og hvað getur maður sagt?" sagði Rúrik svekktur með frammistöðuna.

Næsti leikur er gegn Ísrael í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner