Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian Nökkvi að skila stórkostlegum tölum
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, hefur farið á kostum með U21 landsliðinu í undankeppni EM 2023.

Það er hægt að segja að Kristian sé að spila upp fyrir sig því hann er fæddur árið 2004 og því bara 18 ára gamall.

Þessi gífurlega efnilegi miðjumaður er búinn að spila átta af níu leikjum fyrir U21 liðið í undankeppninni og hefur skorað í þeim fimm mörk. Hann er þá búinn að leggja upp fimm mörk ofan á það.

Á tímabilinu sem er að klárast var Kristian Nökkvi lykilmaður í varaliði Ajax sem spilar í hollensku B-deildinni. Hann lék 30 deildarleiki og skoraði tvö mörk.

Hann kom jafnframt við sögu í tveimur bikarleikjum með aðalliði Ajax og skoraði í þeim báðum.

Það er ljóst að þarna er einn af okkar mest spennandi leikmönnum á ferðinni.

Kristian og félagar hans í U21 landsliðinu eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM. Þeir spila við Kýpur á laugardag og þurfa að vinna þann leik. Einnig þurfa þeir að treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma.


Athugasemdir
banner
banner