Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 09. júní 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Aftureldingar hætt og einbeitir sér að þjálfun
Taylor Lynne Bennett.
Taylor Lynne Bennett.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur verið í miklum meiðslavandræðum í upphafi tímabilsins í Bestu deild kvenna.

Núna er búið að segja frá því að Taylor Bennett - einn af leikmönnunum sem hefur verið í meiðslum í upphafi móts - muni ekki koma neitt við sögu í sumar. Hún hefur nefnilega tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna.

Tilkynning Aftureldingar
Taylor Bennett hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í mjöðm.

Taylor er öflugur varnarmaður frá Bandaríkjunum en hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Aftureldingu undanfarin þrjú ár. Í fyrra skoraði Taylor sjö mörk í Lengjudeildinni og átti stóran þátt í að Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Meiðslin hafa orðið til þess að Taylor hefur lítið getað spilað á þessu ári og hún hefur nú ákveðið að hætta að spila og snúa sér að þjálfun í heimalandi sínu.

Afturelding þakkar Taylor fyrir frábæra tíma undanfarin ár og óskar henni velgengni í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner