Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júní 2022 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leitar hugur Gavi annað? - Hafnaði fyrsta tilboði Barcelona
Gavi.
Gavi.
Mynd: Getty Images
Barcelona er að vinna í því að endursemja við miðjumanninn efnilega, Gavi.

Það gengur hins vegar eitthvað brösulega hjá Börsungum. Forbes fjallar um það að Gavi hafi hafnað fyrsta samningstilboði Barcelona.

Hinn 17 ára gamli Gavi er sagður fá 100 þúsund evrur á ári í laun frá Barcelona og er hann launalægsti leikmaður aðalliðsins.

Gavi braut sér leið inn í aðallið Barcelona á síðustu leiktíð og er núna orðinn hluti af spænska landsliðinu. Samningur hans við Barcelona rennur út eftir eitt ár og eru áhyggjur farnar að vakna í Katalóníu.

Það sem er kannski meira áhyggjuefni fyrir Barcelona er að hann er bara með 50 milljón evra riftunarverð í núgildandi samningi sínum og það eru félög eins og Bayern München og Liverpool tilbúin að borga.

Gavi vill fá fjögurra ára samning þar sem hann fær launahækkun á hverju ári; byrjar í 4 milljónum evra á fyrsta árinu, 5 milljónir evra á öðru árinu og svo framvegis.

Sagan segir að Liverpool sé tilbúið að greiða honum 9 milljónir evra á ári, en það gæti verið nóg til þess að sannfæra hann um að skipta frá Barcelona.

Að sögn Forbes þá er Barcelona, sem er í miklum fjárhagsvandræðum, búið að bjóða honum 2 milljónir evra í árslaun en því hafnað. Gavi vill helst vera áfram í Barcelona - þar sem hann hefur verið frá því hann hefur verið 11 ára gamall - en hugur hans gæti leitað annað ef hann fær ekki borgað eins og hann gerir kröfu um.
Athugasemdir
banner
banner
banner