Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: FH með stórkostlegan sigur í toppslagnum
FH er á toppnum.
FH er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það voru tveir leikir í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH komst aftur á toppinn með sigri gegn HK í toppbaráttuslag.

Kristin Schnurr kom FH yfir um miðbik fyrri hálfleiks og svo bætti Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir marki rétt fyrir leikhlé. Mark á frábærum tímapunkti og á skelfilegum tímapunkti fyrir FH.

Shaina Faiena Ashouri kom FH-ingum í 0-3 í byrjun seinni hálfleiks og leikurinn í raun búinn við það. Ísold Kristín Rúnarsdóttir minnkaði muninn undir lokin en það var of lítið fyrir HK-inga.

Lokatölur 1-3 fyrir FH sem er á toppnum með 16 stig. HK er í öðru sæti með 15 stig.

Í hinum leiknum unnu Víkingar endurkomusigur gegn Haukum í Hafnarfirði. Haukar tóku þar forystuna en Víkingar jöfnuðu fyrir leikhlé og skoruðu svo sigurmarkið í seinni hálfleiknum.

Víkingar eru núna í fjórða sæti með tólf stig en byrjunin hefur ekki verið góð fyrir Hauka sem eru þrjú stig í áttunda sæti.

Haukar 1 - 2 Víkingur
1-0 Berglind Þrastardóttir
1-1 Christabel Oduro
1-2 Dagbjört Ingvarsdóttir

HK 1 - 3 FH
0-1 Kristin Schnurr ('25)
0-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('45)
0-3 Shaina Faiena Ashouri ('49)
1-3 Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('81)
Athugasemdir
banner