fim 09. júní 2022 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Feðgar fengu rautt á sama tíma - Jafnt í toppslagnum
Lengjudeildin
Gary Martin skoraði.
Gary Martin skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enes Cogic.
Enes Cogic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var toppbaráttuslagur í Lengjudeildinni í kvöld þegar Selfoss tók á móti Fylki.

Selfoss hefur verið afskaplega vel af stað í Lengjudeildinni í sumar og hefur ekki enn tapað leik. Það breyttist ekki í kvöld, en þeir eru væntanlega mjög svekktir að hafa ekki tekið sigurinn.

Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir Fylki, en í byrjun seinni hálfleiks jafnaði Hrvoje Tokic og svo stuttu síðar kom Gary Martin Selfyssingum yfir. Selfoss varð fyrir áfalli þegar Aron Einarsson fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma og þar með rautt. Selfoss var einum færri í tæpan hálftíma og þeir voru nálægt því að halda út en Fylkir jafnaði í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-2 og er Selfoss áfram á toppnum með 14 stig. Fylkir er í öðru sæti með ellefu stig.

Grindavík og Fjölnir skildu einnig jöfn í hörkuleik þar sem bæði liðin skoruðu á síðustu fimm mínútunum í venjulegum leiktíma, lokatölur þar einnig 2-2.

Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar með ellefu stig og Grindvík er í fimmta sæti með tíu stig.

KV vann þá sinn fyrsta sigur í sumar er þeir mættu Aftureldingu. Þetta eru tvö lið sem eru að berjast á botni deildarinnar og er þetta mikilvægur sigur fyrir KV. Afturelding klikkaði á vítaspyrnu í seinni hálfleik og reyndist það dýrkeypt.

Afturelding spilaði manni færri í klukkutíma þar sem Elmar Kári Enesson Cogic fékk rautt spjald. Faðir hans, Enes Cogic, er aðstoðarþjálfari Aftureldingar, og hann fékk rauða spjaldið á sama tíma fyrir mótmæli.

Afturelding er í tíunda sæti og KV er í því ellefta, en bæði lið eru með þrjú stig.

Grindavík 2 - 2 Fjölnir
1-0 Aron Jóhannsson ('7 )
1-1 Guðmundur Þór Júlíusson ('58 )
1-2 Lúkas Logi Heimisson ('86 )
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('89 )
Lestu um leikinn

KV 2 - 1 Afturelding
0-0 Pedro Vazquez Vinas ('55 , misnotað víti)
1-0 Björn Axel Guðjónsson ('70 )
1-1 Ásgeir Frank Ásgeirsson ('84 )
2-1 Björn Axel Guðjónsson ('90 )
Rautt spjald: Elmar Kári Enesson Cogic, Afturelding ('29), Enes Cogic, Afturelding ('30)
Lestu um leikinn

Selfoss 2 - 2 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('41 )
1-1 Hrvoje Tokic ('51 , víti)
2-1 Gary John Martin ('55 )
2-2 Ásgeir Eyþórsson ('90 )
Rautt spjald: Aron Einarsson, Selfoss ('66), Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir ('90) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner