fim 09. júní 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marca: Man Utd búið að bjóða 80 milljónir í De Jong
De Jong myndi endursameinast gamla vini sínum og liðsfélaga Donny van de Beek hjá Man Utd.
De Jong myndi endursameinast gamla vini sínum og liðsfélaga Donny van de Beek hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images

Spænski fjölmiðillinn Marca heldur því fram að Manchester United sé búið að gera kauptilboð í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong.


Hinn 25 ára gamli De Jong hefur spilað 140 leiki á þremur árum hjá Barcelona og á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.

Erik ten Hag hefur miklar mætur á honum og vill ólmur fá hann yfir til Manchester United og gæti Barcelona verið reiðubúið til að selja hann þrátt fyrir ósk Xavi þjálfara um að halda honum.

Börsungar eru ekki í bestu stöðunni fjárhagslega séð og þurfa helst að selja einhverja leikmenn í sumar.

Marca segir að tilboð Man Utd hljóði upp á 60 milljónir evra fyrirfram auk 20 milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur og heildarverðið gæti því numið 80 milljónum evra. Barcelona er að skoða tilboðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner