fim 09. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martínez: Meira að segja forsetinn þegir þegar Messi talar
Messi og Martínez hlið við hlið.
Messi og Martínez hlið við hlið.
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, var spurður út í Lionel Messi en þeir eru samherjar í landsliðinu.

Messi er mjög ánægður með markmanninn sem átti stóran þátt í því að Argentína vann Suður-Ameríkukeppnina, Copa America, síðasta sumar. Síðasta haust sagði Messi að Martínez væri einn besti markmaður heims.

En að Martinez og hans ummælum um Messi, hann sagði að þegar Messi byrjar að tala þá þegi allir í kringum hann. Slík sé virðingin fyrir einum allra besta fótboltamanni sögunnar.

„Þegar hann byrjar að tala þá þegja allir. Hver sem er, þjálfarinn... forseti Argentínu. Allir þegja," sagði Martínez.

Messi á að baki 162 landsleiki og hefur í þeim skorað 86 mörk. Hann hefur sjö sinnum unnið Ballon d'Or verðlaunin og fjórtán sinnum verið valinn knattspyrnumaður ársins í Argentínu.

Í 844 keppnisleikjum á félagsliðaferlinum hefur hann skorað 694 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner