Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júní 2022 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Egill bara spilað U19 fótbolta á þessu ári
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að opinbera byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn San Marínó.

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands: Öllu byrjunarliðinu skipt út - Aron fyrirliði

Í byrjunarliðinu er Mikael Egill Ellertsson, tvítugur framherji, sem er í dag að byrja í fyrsta sinn með A-landsliðinu. Hann er í heildina að spila sinn sjötta landsleik en leikurinn í dag er hans fyrsti byrjunarliðsleikur.

Leikurinn í kvöld er fyrsti byrjunarliðsleikurinn sem Mikael Egill spilar í fullorðinsfótbolta - ef svo má segja - á þessu ári.

Mikael leikur á Ítalíu, en hann var keyptur til Spezia frá Spal á síðasta ári. Hann var lánaður aftur til Spal þar sem hann endaði á því að leika lítið með aðalliðinu og var þess í stað meira með U19 liðinu.

Hann lék alls um 140 mínútur með aðalliðinu í B-deildinni á Ítalíu fyrir áramót, en fótbrotnaði svo og eftir áramót kom hann einungis við sögu í leikjum U19 liðinu.

Mikael er spennandi leikmaður en það er klárlega hægt að setja spurningamerki við að hann sé í A-hópnum á þessum tímapunkti. Eins með Andra Lucas Guðjohnsen sem byrjaði síðasta leik gegn Albaníu. Báðir eru þeir gjaldgengir í U21 landsliðið en eru frekar valdir í A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner