Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saga um að Man Utd hafi áhuga á Uxanum
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt íhuga það að gera tilboð í miðjumanninn Alex Oxlade-Chamberlain.

Chamberlain er núna á mála hjá Liverpool, helstu erkifjendum United, en það gerist ekki oft - í raun aldrei - að leikmenn færi sig þar á milli.

Oxlade-Chamberlain hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár og er búinn að falla aftar í goggunarröðina hjá Liverpool. Á tímabilinu sem var að klárast byrjaði hann aðeins níu leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn er sagður vilja leita á önnur mið í sumar og samkvæmt TalkSport mun Man Utd hafa áhuga á honum en er aðeins tilbúið að kaupa hann fyrir tíu milljónir punda.

Oxlade-Chamberlain, eða Uxinn eins og hann er stundum kallaður, á að baki 35 A-landsleiki fyrir England.

Sir Alex Ferguson vildi kaupa leikmanninn til Man Utd árið 2011 en þá fór hann til Arsenal. Gæti hann komið til United núna?
Athugasemdir
banner
banner
banner