fim 09. júní 2022 12:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir strákana verða að elska augnablikið - „Úrslitaleikur upp á eitthvað meira"
Þurfa að treysta á portúgalskan sigur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi.

U21 liðið á eftir sigurinn áfram von um að ná sæti í umspili fyrir lokakeppni EM. Til þess að það gerist þarf sigur gegn Kýpur á laugardag og á sama tíma þarf Portúgal að vinna Grikkland.

„Við þurfum að treysta á að Grikkirnir misstígi sig. Við ætluðum að setja þennan glugga upp að fara út úr honum með góða tilfinningu og grípa augnabikið á heimavelli. Núna erum við komnir í leik sem allir elska að vera í, úrslitaleikur upp á það að fara í eitthvað meira. Við verðum að elska þetta augnablik og við verðum klárir," sagði Davíð.

Í A-landsliðinu eru átta leikmenn sem eru gjaldgengir í U21 landsliðið. Býst Davíð við því að einhverjir af þeim leikmönnum verði mögulega í U21 hópnum á laugardag?

„Það kemur í ljós. Ég veit það ekki. Ég er ánægður með hópinn minn," sagði Davíð.

laugardagur 11. júní
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
19:15 Portúgal-Grikkland (Estádio Cidade de Barcelos)
19:15 Ísland-Kýpur (Víkingsvöllur)
Davíð Snorri: Erum búnir að klára tvö skref af þremur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner