Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júní 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slakt til þessa - „Gefa til baka á hafsent sem lúðrar honum út af"
Aron Elís gerði mark Íslands í fyrri hálfleiknum.
Aron Elís gerði mark Íslands í fyrri hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hálfleikur í San Marínó þar sem íslenska landsliðið er að spila við versta landslið í heimi í vináttulandsleik.

Staðan er bara 0-1 í hálfleik; Aron Elís Þrándarson skoraði markið.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

Fyrri hálfleikurinn var ekki sérstakur hjá íslenska liðinu eins og talað var um á Viaplay í hálfleik.

„Þetta er ekki búið að vera gott. San Marínó, þegar þeir komast í einhvern séns á að sækja þá virðast þeir bara hætta við, gefa til baka á hafsent sem lúðrar honum út af. Það er engin pressa á okkur en við erum ekki að skapa nægilega mikið af færum," sagði Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður.

Er erfitt fyrir leikmennina að gíra sig upp í svona leik?

„Það er eitthvað sem er ekki alveg að stemma þarna. Það er landsleikur og menn verða að gíra sig upp í hvaða landsleik sem er. Við hljótum að geta ætlast til þess. En það er eitthvað einbeitingarleysi og það er pláss fyrir bætingu," sagði Rúrik Gíslason, annar fyrrum landsliðsmaður.

Það eru leikmenn að spila hjá Íslandi sem eiga ekki marga landsleiki að baki, þetta eru leikmenn sem ættu að vilja að sanna sig.

„Ég held að meðal leikjafjöldi sé aldrei yfir tíu á þeim leikmönnum sem eru að spila þarna. Ef þeir geta ekki gírað sig upp í þennan landsleik, þá geta þeir sleppt því að spila. Sérstaklega ef þú þarft að sanna eitthvað... þetta er ekki til útflutnings," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner