Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Toppslagur í Portúgal og spenna í Noregi
Spánn þarf sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í kvöld þar sem níu leikir hefjast á sama tíma í A, B, C og D-deildum.


Portúgal spilar við Tékkland í toppslagi A-deildar á meðan Sviss tekur á móti Spáni.

Portúgal og Tékkland eru með fjögur stig eftir sigra gegn Sviss og jafntefli í innbyrðisviðureign en bæði lið gerðu einnig jafntefli við Spán.

Erling Braut Haaland og félagar í Noregi eru með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í B-deild og taka á móti Slóveníu í kvöld. 

Haaland er búinn að skora öll þrjú mörk Norðmanna hingað til og geta þeir komið sér í draumastöðu á toppi riðilsins með sigri í kvöld.

Svíþjóð er með Noregi í riðli og er með þrjú stig eftir að hafa tapað innbyrðisviðureigninni gegn nágrönnum sínum á heimavelli. Svíar spila við sterkt lið Serbíu sem rúllaði yfir Slóveníu eftir tap gegn Noregi í fyrstu umferð.

Þá eru áhugaverðir slagir í C- og D-deildunum þar sem Kósóvó tekur á móti Norður-Írum á meðan Grikkland og Kýpur mætast í alvöru Miðjarðarhafsslag.

UEFA NATIONS LEAGUE A:
18:45 Portúgal - Tékkland
18:45 Sviss - Spánn

UEFA NATIONS LEAGUE B:
18:45 Noregur - Slovenía
18:45 Svíþjóð - Serbía

UEFA NATIONS LEAGUE C:
18:45 Kósóvó - Norður-Írland
18:45 Grikkland - Kýpur
18:45 Gibraltar - Bulgaria
18:45 Norður-Makedónía - Georgia

UEFA NATIONS LEAGUE D:
18:45 Malta - Eistland


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner