Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júní 2022 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr Lengjudeildinni í landsliðið á tveimur árum
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jason Daði Svanþórsson er kominn inn á sem varamaður hjá íslenska landsliðinu gegn San Marínó.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

Þessi efnilegi leikmaður hefur verið að spila gríðarlega vel með Breiðabliki í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í átta leikjum í Bestu deildinni.

Jason var að leika í Lengjudeildinni með Aftureldingu fyrir tveimur árum en er núna kominn inn á í sinn fyrsta landsleik, og líklega ekki þann síðasta.

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er einnig að leika sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Annars hefur þessi leikur verið vægast sagt slakur og fátt jákvætt sem er hægt að taka úr honum, nema það að þessir leikmenn eru að spila sinn fyrsta landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner