Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. júní 2022 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vona að hún muni byrja, mér finnst hún okkar besti framherji"
Icelandair
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslands fyrir EM verður tilkynntur núna um helgina og verður gríðarlega áhugavert að sjá hvaða leikmenn fara með til Englands.

Það hefur verið nokkuð rætt um það hvort Elín Metta Jensen eigi að fara með. Elín er búin að vera svolítið lengi í gang með Val í Bestu deildinni og spurningar hafa vaknað um það hvort hún fari með.

Elín hefur ávallt verið í landsliðshóp hjá Þorsteini Halldórssyni þegar hún er ekki meidd, en verður hún í lokahópnum fyrir EM?

„Mér finnst að Elín Metta eigi alltaf að vera í þessu landsliði, þó hún sé ekki búin að vera spila frábærlega upp á síðkastið," sagði Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu er hann ræddi við Sæbjörn Steinke um landsliðið á dögunum.

„Það er erfitt að lesa í hana, hún er þannig týpa. Hvort hún sé 'all-in' í fótboltanum núna... það var umræða um það í vetur að hún væri hætt í fótbolta. Þessi umræða kom klárlega ekki upp úr neinu, það var eitthvað á bak við þetta."

„En fyrir mér er hún okkar besti framherji... hún getur skorað upp á eigin spýtur og það geta ekki margir af okkar framherjum. Hún getur fengið boltann fyrir utan teig, tekið tvær á og skorað. Svo er hún líka ótrúlega góð í að draga í sig, halda boltanum og búa til pláss fyrir aðra leikmenn. Hún á alltaf að vera í þessum hóp."

Byrjar hún í fyrsta leik á EM?

„Það er reyndar góð spurning. Manni finnst eins og Steini sé að setja traustið á Berglindi og það er vel og allt það. Ef ég væri að stilla þessu upp, þá myndi ég byrja með Elínu. Hún er ekki búin að vera í hópnum og hinar stelpurnar eru búnar að spila sig betur saman með Berglindi. Það vinnur gegn henni að Steini hefur ekki náð að stilla henni eins mikið upp og hann hefur viljað. Ég vona að hún muni byrja, mér finnst hún okkar besti framherji í dag," sagði Bjarni.

Sjá einnig:
Hvað hugsar Katrín Ásbjörns ef Elín Metta verður í hóp en ekki hún?
Bjarni Helgason um Dætur Íslands og kvennalandsliðið - „Á alltaf að vera í þessum hóp"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner