Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane-Materazzi styttan afhjúpuð í Katar í annað sinn
Sheikha al-Thani er sammála því að styttan eigi ekki heima á ströndinni.
Sheikha al-Thani er sammála því að styttan eigi ekki heima á ströndinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Zinedine Zidane er einn af frægustu fótboltamönnum sögunnar og hefur einnig náð ótrúlegum árangri sem þjálfari.


Hann var lykilmaður í landsliði Frakklands á HM 2006 þegar liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og mætti Ítalíu. Zidane staðfesti fyrir mótið að þetta yrði hans síðasta mót sem fótboltamaður og hann myndi leggja takkaskóna á hilluna eftir það.

Frakkar tóku forystuna í úrslitaleiknum eftir mistök Marco Materazzi sem jafnaði svo með skalla eftir hornspyrnu og fór leikurinn í framlengingu. Á 110. mínútu var staðan enn 1-1 og áttu Materazzi og Zidane einhver orðaskipti sem enduðu með því að Frakkinn skallaði Materazzi í bringuna og hlaut rautt spjald að launum.

Frakkar söknuðu Zidane í vítaspyrnukeppninni og Ítalir urðu heimsmeistarar.

Abdel Abdessemed gerði styttu af skalla-atvikinu fyrir níu árum en styttan var fjarlægð eftir neikvæð viðbrögð almennings sem töldu hana hvetja óþarflega til ofbeldis.

Sheikha al-Mayassa al-Thani, systir emírsins í Katar og safnstýra á stærsta safni Katar, ætlar að afhjúpa styttuna í annað sinn og útskýrir að styttan verður geymd inni á safninu þar sem hún á heima, frekar en úti á strönd þar sem hún var upprunalega.

Hún segir að styttan verður notuð til að ýta undir samræður um streitu hjá íþróttafólki og mikilvægi þess að takast á við andleg vandamál.

„Zidane er mikill vinur Katar og mikilvæg fyrirmynd í arabíska heiminum. List er smekksatriði, okkar markmið er að valdefla fólk," sagði Sheikha al-Thani.


Athugasemdir
banner
banner
banner