mán 09. júlí 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Mandzukic borgaði brúsann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mario Mandzukic, framherji króatíska landsliðsins, eyddi um fjögur þúsund evrum, hálfri milljón íslenskra króna, á meðan hann lék, með liðsfélögum sínum, gegn Rússlandi.

Allur þessi peningur fór í drykki fyrir landa hans sem horfðu á leikinn á bar sem ber heitið Brod Fortress í heimabæ hans, Slavonski Brod.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mandzukic gefur pening í heimalandinu en í fyrra gaf hann tvær og hálfa milljón króna til styrktar slökkviliðsmönnum í Dalmatia.

Mandzukic og félagar í króatíska landsliðinu leika gegn því enska í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner