Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. júlí 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Suker: England heppið að vera enn í keppninni
Davor Suker ræðir við forseta Íslands.
Davor Suker ræðir við forseta Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
HM goðsögnin Davor Suker, forseti króatíska knattspyrnusambandsins, býst við erfiðum leik gegn Englandi í undanúrslitum HM á miðvikudaginn.

„Ég horfði á leik Englands gegn Kólumbíu og Englendingar voru heppnir að komast áfram. En ég er þó mjög hrifinn af liði þeirra," segir Suker.

„Þetta er fótbolti, 11 stríðsmenn gegn 11. Við verðum að virða enska liðið. Southgate hefur gert frábæra hluti. Ég á marga vini á Englandi og þekki þetta lið vel."

„Ég tel að þetta verði 50-50 leikur. Vonandi munum við geta hvílst vel fyrir leikinn. Ég ætla að finna huggulegan veitingastað í Moskvu, við bjóðum öllum leikmönnum og starfsliðinu í góða máltíð og afslöppun. Ég veit hvað leikmenn þurfa."

Suker fór fögrum orðum um Luka Modric, skærustu stjörnu króatíska liðsins.

„Hann er að spila frábærlega. Hann er út um allt á miðjunni. Hann stýrir leikjunum snilldarlega og hjálpar öllum í liðinu. Hann er frábær fyrirliði og leiðtogi. Þú þarft að hafa svona gaur. 1998 vorum við með Zvonimori Boban, stórt nafn og stór karakter," segir Suker sem varð markakóngur á HM 1998 þegar Króatía hafnaði í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner