Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 09. júlí 2018 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tyrki dæmir leik Englands og Króatíu
Úrúgvæi dæmir leik Frakklands og Belgíu
Cakir mun halda um flautuna í leik Englands og Króatíu
Cakir mun halda um flautuna í leik Englands og Króatíu
Mynd: Getty Images
Tyrkinn Cuneyt Cakir mun sjá um dómgæsluna á leik Englands og Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Þetta verður þriðji leikur Cakir á mótinu en hann dæmdi leik Íran og Marokkó sem Íran vann 1-0 og leik Argentínu og Nígeríu þar sem Argentínumenn tryggðu sér áfram með 2-1 sigri.

Í leikjunum tveimur hefur hann gefið níu gul spjöld en ekkert rautt spjald.

Þá hefur Cakir dæmt eina vítaspyrnu á mótinu en það gerði hann í leik Argentínu og Nígeríu.

Cakir hefur dæmt í fimm leikjum hjá Englandi á ferli sínum en enginn þeirra hefur komið á stórmóti. Hann dæmdi leik Englands og Úkraínu í undankeppni HM 2014 en þá fékk England vítaspyrnu undir lokinn og hann rak þá einnig Steven Gerrard útaf.

Fjórði dómari leiksins verður Hollendingurinn Bjorn Kuipers en hann dæmdi leik Englands og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum.

Úrúgvæinn Andres Cunha mun dæma leik Frakka og Belga á morgun.
Athugasemdir
banner
banner