Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. júlí 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Gauti skrifar undir samning við Aftureldingu
Arnór Gauti Jónsson.
Arnór Gauti Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020.

Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002' árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki i fyrra þegar Afturelding vann 2. deildina

„Það er gríðarlega mikið gleðiefni að Arnór Gauti hafi ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Aftureldingu. Við viljum halda ungum og efnilegum heimamönnum innan okkar raða og það hefur verið gaman að sjá þær miklu framfarir sem Arnór Gauti hefur tekið síðan hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í fyrra. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut næstu árin hér í Mosfellsbæ," sagði Geir Rúnar Birgisson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar.

Arnór Gauti er ekki fyrsti efnilegi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við Afturelding í þessum mánuði. Í síðustu viku skrifaði Róbert Orri Þorkellsson undir samning til 2020.

Afturelding er í tíunda sæti Inkasso-deildar karla með níu stig þegar 10 umferðir eru búnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner