Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. júlí 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atletico ætlar að refsa Griezmann
Griezmann ekki mættur til æfinga
Griezmann ekki mættur til æfinga
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann, helsta stjarna Atletico Madrid undanfarin ár og einn besti leikmaður heims, mætti ekki til æfinga hjá Madridarfélaginu á sunnudag samkvæmt heimildum ESPN FC.

Griezmann tilkynnti eftir síðustu leiktíð að hann væri á förum frá Atletico og Barcelona ætlaði að fá leikmanninn í sínar raðir. Riftunarákvæði í samningi Griezmann lækkaði úr 200 milljónum evra niður í 120 milljónir evra þann 1. júlí síðastliðinn og virtist einungis tímaspursmál um hvenær Barcelona myndi bjóða þá upphæð í Griezmann.

Barcelona bauð þá upphæð á föstudag en í raðgreiðslum sem Madridarfélagið gat neitað og gerði það samdægurs. Bjóði Barcelona 120 milljónir evra í staðgreiðslu getur Atletico ekki neitað.

Þar sem ekki var búið að selja Griezmann á sunnudag var hann kallaður til æfinga hjá félaginu á sunnudag en hann er ekki enn mættur. Atletico ætlar að sekta hann um hámarksupphæð sem félagið getur sektað hann um. Upphæðin hljóðar upp á um 200 þúsund evrur.

Stjórnarmenn Atletico eru pirraðir á Griezmann sem var ákveðinn að yfirgefa félagið og á að hafa samið við Barcelona í mars um að ganga í raðir félagsins í sumar.

Joao Felix hefur nú þegar fengið treyju númer sjö hjá Atletico en það er treyan sem Griezmann lék í.
Athugasemdir
banner
banner