þri 09. júlí 2019 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Lærisveinar Gerrard svo gott sem komnir áfram
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru í dag fram í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Rangers, þar sem Steven Gerrard er við stjórnvölinn, náði í mjög vænleg úrslit á Gibraltar þar sem liðið sigraði St Joseph's 0-4.

Þá sigraði króatíska liðið Hajduk Split lið Gzira United frá Möltu á útivelli og búlgarska félagið CSKA Sofia vann svo stórsigur á heimavelli gegn OFK Titograd frá Svartfjallalandi.

Umferðin heldur áfram með einum leik á morgun en á fimmtudag mæta íslensku félögin til leiks. Breiðablik mætir Vaduz, KR mætir Molde og Stjarnan mætir Levadia Tallin.

Seinni leikirnir fara svo fram í næstu viku.

St Joseph's 0 - 4 Rangers
0-1 Ryan Jack ('50 )
0-2 Sheyi Ojo ('56 )
0-3 Connor Goldson ('68 )
0-4 Alfredo Morelos ('77 )

Gzira United 0 - 2 Hajduk Split
0-1 Adam Gyurcso ('44 )
0-2 Ivan Dolcek ('90 )

CSKA Sofia 4 - 0 OFK Titograd
1-0 Evandro ('40 )
2-0 Tiago Rodrigues ('53 )
3-0 Geferson ('55 )
4-0 Kristiyan Malinov ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner