Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. júlí 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gabriel Jesus viðurkennir að hann þurfi að fullorðnast
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus var á sunnudaginn rekinn af velli í úrslitaleik Copa America. Brasilía sigraði Perú, 3-1 og skoraði Jesus annað mark Brasilíu og lagði upp fyrsta markið.

Jesus fékk hins vegar að líta tvö gul spjöld og þar með rautt spjald í leiknum.

Jesus reiddist mjög við seinna gula spjaldið sem hann fékk fyrir að hoppa inn í bakið á Carlos Zambano, varnarmanni Perú.

Í fyrstu virtist Jesus ekki ætla að yfirgefa völlinn en fór þó á endanum. Hann sparkaði í vatnsflösku og kýldi í varamannaskýli þegar hann gekk af velli. Þá hrinti hann VAR skjá áður en hann gekk inn göngin í átt að búningsklefum. Í göngunum sást svo Jesus hágráta, greinilega miður sín yfir dómnum.

Í viðtali eftir leikinn bað Jesus liðsfélaga sína afsökunar. „Ég hefði getað sleppt þessu öllu og ég þarf að þroskast mikið. Ég ætlaði aldrei að koma liðfsfélögunum í þá stöðu að spila einum færri og það hefði getað kostað leikinn."
Athugasemdir
banner