Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. júlí 2019 16:30
Fótbolti.net
„Í pollagalla þó það væri 25 stiga hiti"
KR er í toppmálum á toppnum.
KR er í toppmálum á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur á viku náð að auka forskot sitt á toppi Pepsi Max-deildarinnar úr einu stigi yfir í sjö stig. KR vann toppslaginn gegn Breiðabliki í síðustu viku og vann síðan ÍBV á útivelli um helgina á meðan Breiðablik tapaði gegn HK.

KR vann baráttusigur í Eyjum og náði að landa þremur stigunum að lokum en rætt var um leikinn í Innkastinu í gær.

„Þetta var virkilega vel gert hjá KR-ingunum. Þeir vinna leiki á þann hátt sem þarf þann daginn," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Gunnar Birgisson bar saman hlutina sem KR og Breiðablik hafa verið að gera.

„Rúnar Kristins er master í Pepsi-deildinni. Þetta er eins og þegar þú ferð í frí út á land að sumri til. Þú pakkar niður öllum fötunum og svo klæðir þú þig eftir veðri. Það er rigning einn daginn og síðan er rok hinn daginn," sagði Gunnar.

„KR-ingarnir mæta klárir í hvaða leik og verkefni sem er, öðruvísi en Blikarnir gegn HK. Mér fannst þeir vera í pollagallanum þó það væri 25 stiga hiti. Þeir hefðu auðveldlega getað bætt við mönnum í sóknarleikinn. Þeir aðlaga sig ekki nógu vel að leikstíl andstæðingsins."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner