Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. júlí 2019 09:14
Magnús Már Einarsson
Kristján Flóki á leið í FH?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji Start, gæti verið á leið í uppeldisfélag sitt FH samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Góðar líkur eru á að Kristján Flóki sé á leið í Pepsi-Max deildina á nýjan leik og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegast að hann fari í FH.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, talaði um það í viðtali í fyrradag að félagið sé í leit að sóknarmanni.

„Ef menn svara ekki kallinu þá er ekkert óeðlilegt við það að menn fari að líta að kringum sig. Það væri sterkt að fá sóknarmann sem getur verið inn í teig og getur skorað mörk," sagði Ólafur í fyrradag.

Kristján Flóki er 24 ára gamall en hann skoraði átta mörk í fjórtán leikjum í Pepsi-deildinni 2017 áður en Start keypti hann í ágúst það ár.

Kristján Flóki hefur ekki átt fast sæti í liði Start á þessu tímabili en hann hefur leikið tíu leiki í norsku B-deildinni og þar af tvo í byrjunarliðinu.

Á síðasta tímabili var Kristján Flóki á láni hjá Brommapojkarna þar sem hann skoraði tvö mörk í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner